Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hafið bláa

Þá er komið að því að maður fari aftur á hafið eftir nokkurt stopp. Vonandi er sumarið komið fyrir alvöru en veðrið hefur verið óvenju leiðinlegt í vor. Mai mánuður var til að mynda ömurlegur veðurlega séð og mér finnst eins og þetta hafi verið alveg eins í fyrra en vonandi veit þetta á gott sumar. Það er alltaf viss spenningur að fara á sjóinn aftur og vonandi fiskast sem aldrei fyrr. Svo telur maður dagana þangað til við hjónin ætlum að bregða okkur suður í álfu og flatmaga þar í tvær vikur eða svo.

Og handbolti

jæja ekki unnum við serbana en þó eigum við meiri séns með handboltalandsliðinu á móti stærri þjóðum heldur en í fótboltanum og sætari sigrar hafa unnist á þeim vettvangi undanfarin ár. Er bara ekki kominn tími til að eyða aðeins meiri peningum og athygli í handboltann?

 


Sveitasæla

Ég ætla út í Svarfaðardal á morgun. Það hefur verið hefð hjá mínum heiðursforeldrum að fara og snyrta leiði forfeðra sinna á hverju vori og mér finnst þetta fallegur siður. Farið er með blóm og gróðursett og allt er vel snyrt og vökvað. Þetta finnst mér notarlegur siður og ber vott um virðingu fyrir þeim látnu og mínum forfeðrum og gjarnar er farinn rúntur um dalinn á eftir. Eitt hefur hins vegar vakið athygli mína varðandi Svarfaðardal eru bæjarnöfnin en þar má finna Urðir, Ingvarir, Upsir, og svo mætti lengi telja. Ég er ekki að gera lítið úr því fólki sem þarna hefur búið og gefið þessum bæjum nöfn heldur finnst mér þetta bera vott um hugmyndaauðgi og sannar að Svarfdælingar hafa verið langt á undan sinni samtíð hvað nafngiftir varðar eins og með svo margt annað

fótbolti

Ég veit ekki hvort fólk sé búið að fá nóg af íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir miður glæsilega frammistöðu undanfarið. Hver einasti maður sem ég hef hitt virðist hafa lausnina á þessu vandamáli, Eyjólfur á að segja af sér, erlendan þjálfara og ég veit ekki hvað. Hins vegar sá ég viðtal við Gunnlaug Helgason fjölmiðlamann í sjónvarpinu og var honum fullkomlega sammála þar sem hann sagði að hann áttaði sig ekki alveg á því hvers vegna þetta kæmi fólki svona á óvart núna þar sem þetta landslið hafi aldrei getað nokkurn skapaðan hlut í fótbolta hvorki fyrr né síðar þannig að þetta þyrfti ekkert að koma á óvart. Hvaða maður sem er gæti þjálfað þetta lið og það myndi aldrei geta neitt hvort sem er, það er bara staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. 

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband