Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Á pöllum Ráðhússins

Hvaða uppákoma var þetta eiginlega í hádeginu í Ráðhúsinu??? Það er nú ekki oft sem maður fær bullandi kjánahroll við að horfa á borgarstjórnarfund. Þarna stóðu tugir karla og kvenna vart af barnsaldri og öskruðu og ýlfruðu eins og hvolpar og ungir piltar nánast í mútum bauluðu úr sér allann mátt. Það er allt í lagi að vera ósammála og hafa sínar skoðanir en óttalega var þetta hallærislegt. Ef svona mikill ágreiningur er um þenna blessaða meirihluta þá á einfaldlega að kjósa um borgina og það strax. Ég held að fólk ætti að hætta þessum skrílslátum og reyna að leysa þessi mál á þroskaðan og málefnalegan hátt.

Fisher og þjóðargafreiturinn???

Nú er minn bara ekki alveg að skilja??? hvað eru menn að meina með þessari umræðu um að Bobby Fisher verði hugsanlega jarðaður í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum?? er ekki allt í lagi?. Það þótti nú nógu umdeilt á sínum tíma þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt með hraði og allt umstangið í kring um komu hans hingað var aðhlátursefni í langan tíma á eftir enda var frammistaða Kristjáns Más Unnarssonar á Reykjavíkurflugvelli þegar að kallinn kom algjörlega unaðsleg og ég hef bara ekki skemmt mér eins vel og þá. Auðvitað var Fisher merkilegur kall og jú tók þátt í þessu fræga einvígi aldarinnar en kommon! ég er bara ekki að fatta þetta hæp í kring um blessaðan manninn. Því er ekki að neita að hann var vægast sagt umdeildur og ekki að ástæðulausu sem hann fékk slæmt umtal enda lá hann ekki á skoðunum sínum sem voru of æði skrautlegar. Það er deginum ljósar að hann gekk ekki heill til skógar andlega og vonandi hefur hann fundið ró hér síðustu mánuðina en að hann verðskuldi viðhafnar útför og það í þjóðargrafreit íslendinga finnst mér alveg út í hött.

Hver fer í hvíta húsið?

Nú eru aðeins nokkrir mánuðir þangað til skipt verður um húsbónda í Hvíta húsinu og mál til komið að losna við þennan bjána sem ráðið hefur þar ríkjum undanfarin ár. Ég ætla bara að vona að meira sé spunnið í þá frambjóðendur sem berjast um stöðuna því það gengur ekki að hafa forseta sem er með greindarvísitölu á við meðalhitann í febrúar á Akureyri. Bullið og vitleysan sem komið hefur frá þessum manni er ekkert venjuleg og hann var við sama heygarðshornið á dögunum þegar hann heimsótti vini sína í ísrael og sló sig til riddara á þeim forsendum að hann ætlaði að vinna að friði á svæði sem hefur verið undirokað af ísraelsmönnum dyggilega studdum að Bandaríkjamönnum svo árum skiptir. Bush ræddi þar við ísraelska ráðamenn og einnig talsmenn palestínumanna en neitaði að ræða við Hamas liða sem þó ráða yfir um helmingnum af Gaza ströndinni því Bush hefur ákveðið að Hamas samtökin séu hryðjuverkasamtök. Þetta er nú allur friðarviljinn, að útiloka ákveðin stjórnmálasamtök og vera í fýlu eins og smákrakki. Frekar gerir hann sig stórann við ísraelsmennina sem hafa sannarlega framið stórfelld hryðjuverk á palestínumönnum gegnum árin og notað til þess hátæknivopn fengin frá vini sínum Bush. Það væri nú aldeilis munur að geta kallað okkur guðs útvalda þjóð og hagað okkur eins og skríll gagnvart öðrum þjóðum í nafni guðs. Vonandi hefur bandaríska þjóðin fengið nóg af greindarskertum forsetum og velur sér skynsaman kandidat í þetta sinn. Nýjasta útspil kallsins er það að honum finnast friðarumleitanir í Darfur héraði í Súdan hafa gengið seint og illa og nú ætli bandaríkjamenn að taka málið í sínar hendur. Ég er alveg viss um að hann veit ekki einu sinni hvar Súdan er og hvað þá Darfur. Einhverja hagsmuna hljóta bandaríkjamenn að gæta því annars færu þeir ekki að skipta sér af ástandinu í Súdan, hver veit?

Fastir liðir

Nú held ég að það sé ráð fyrir landsliðið okkar að koma við í Papco á leiðinni heim eins og Gillz myndi segja en slakari leik hjá liðinu hef ég ekki séð og vona ég að þessi frammistaða gleymist sem fyrst. Þvílík lifandis hörmung var á að horfa, það var eins og utandeildarlið í bikakeppni væri á vellinum en þegar menn skutu á annað borð ða markið þá hittu þeir það ekki eða létu "gamalmenni" í sænska markinu verja það sem hitti á rammann. Menn töpuðu boltanum klaufalega hvað eftir annað og voru hreinlega með allt á hælunum allann leikinn. Mikið skelfing vorkenndi ég Alfreð og ég vona að þeir skeini sig vandlega og taki á honum stóra sínum fyrir næsta leik enda er ekki hægt að horfa á svona vitleysu aftur og hana nú!

Til hamingju með nýjan héraðsdómara

Jæja þá erum við búin að fá til okkar nýjan dómara og þá engan slorkall og af góðum ættum. Eitthvað fór ráðning mannsins fyrir brjóstið á fólki og Árni greyjið hefur hefur bara fengið bágt fyrir en ég skil þetta bara ekki. Mér finnst bar heiður að maðurinn sé tilbúinn til þess að koma og dæma hér og kann ég Árna bestu þakkir fyrir sendinguna. Mér finnst að okkar annars ágætu þingmenn og fræðimenn ættu að fara einbeita sér að einhverju öðru en að fjargviðrast útaf þessari ráðningu þar sem maðurinn var sannarlega hæfur til starfans að mati nefndarinnar þó einhver sem sótti um hafi talið sig hæfari. Gúrkutíðin er mikil þessa dagana og vonandi verður eitthvað bitastæðara en þetta í fréttum á næstunni og svo allir saman nú ÁFRAM ÍSLAND!!!

Handbolti og aftur handbolti

Jæja þá er enn eitt stórmótið framundan en nú ætla strákarnir okkar að verða evrópumeistarar í handbolta eða allavega eru flestir nokkuð vissir um það. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ég hafa heyrt þetta áður?. Mikið lifandis skelfing yrði ég feginn ef okkur gengi þó ekki væri nema sæmilega svo allt fari ekki á annan endann ef þeir gera upp á bak eina ferðina enn. Ég skil ekki alveg þetta voðalega mál í kring um eina handboltakeppni, þetta eru nokkrir leikir og við kannski vinnum einhverja en við töpum alveg örugglega nokkrum líka. Íslenska liðið má eiga það að margir sætir sigrar hafa unnist og skemmst er að minnast leiksins við Frakka um árið sem við unnum glæsilega og ég held að sá leikur sé einn sá besti sem íslenskt landslið hefur unnið. Jæja nóg af handbolta nú bíður maður bara eftir að komast til vinnu aftur eftir smávægilega aðgerð en maður fær vist ekkert að fara að vinna fyrr en saumar hafa verið fjarlægðir.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband