Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Merkileg upprifjun

Í fréttatíma RUV nú áðan var farið yfir atburðarrás undanfarinna vikna og merkilegt var að heyra í forsætisráðherranum okkar sem kom fram í hverjum fréttatímanum af öðrum og sagði að ekkert væri að frétta þrátt fyrir næturfundi hér og þar um borgina og greinilegt var að eitthvað meiriháttar væri í gangi. Þessi viðbrögð minna óneitanlega á bullið og hrokann í Davíð Oddsyni og greinilegt að Geir hefur lært þessa framkomu af flokkshöfðingjanum. Geir Haarde segir í dag að þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar heimti að Davíð fari frá þá fari hann hvergi. Þvílíkur andskotans aumingjaskapur er þetta! Það er alveg sama hvað þessir ráðamenn segja þá er ekki nokkur meining á bak við það, endalaust á að drulla yfir þjóðina og treysta þeir á að við lúffum eins og alltaf. Ég vil ekki leyfa mer að trúa því að þeim verði að ósk sinni með það. Svo koma fyrrum útrásarkappar fram í sjónvarpi og segjast grátklökkir ekki vera neinir auðmenn lengur þó þeir búi í lúxusvillum erlendis með húshjálp og hvaðeina. Ræfilstuskurnar !! ekki vorkenni ég þeim og nú verða þeir að ganga í sjóði sína sem þeir geyma væntanlega á leynireikningum erlendis sem ég vil meina að sé ekkert annað en þýfi sem þeir eiga að skila. Reiðin er yfirgengileg í þjóðfélaginu og er það ekkert skrítið og eitt enn! eru ráðamenn í einhverjum vafa með loftvarnir sem bretar eiga að sjá um ? þessir teþambandi skíthælar geta þambað drullu og eiga ekki að koma nálægt neinu sem tengist okkar málum hver svo sem þau eru. Þeir eru búnir að gera okkur ljóst hvaða álit þeir hafa á okkur og nú skulum við taka slaginn og sýna þeim jafn mikla fyrirlitningu

Terrorismi

Jæja frá því að maður bloggaði síðast hefur margt skeð (gerst) maður er orðinn hryðjuverkamaður og skuldar 6 milljónum meira en maður gerði áður. Ég verð samt að viðurkenna að ég skil ekkert orðið lengur í þessu ástandi lengur og á það eitt sameginlegt með Björgúlfi yngri. Samt get ég ekki skilið hversu lengi Davíð Oddson á að sitja sem Seðlabankastjóri? er þjóðin endanlega orðin geðbiluð og veruleikafirrt? þessi maður er orðinn svo gersamlega úr takti við þjóðina að það mætti halda að hann byggi á annari plánetu. Ef þetta ástand væri í öðru landi en á íslandi þá væri búið að sparka þessum manni langt út í hafsauga. Geir Haarde er ekki nokkur maður til þess að valda því embætti sem hann er í , maðurinn er orðinn jafn hrokafullur og Davíð og hefur ekki sagt eitt einasta orð að viti allann þann tíma sem þetta astand hefur varað. Hingað til hef ég ekki tekið þessa svokölluðu auðmenn trúanlega en ég fékk talsvert álit á Björgúlfi Thor í Kompási á dögunum. Hann dró ekkert undan og vogaði sér að gagnrýna Seðlabankann og þá sem þar stjórna og fékk til baka frá þeim hroka og stæla sem átti að vera fyndið en málið er að fólki finnst Davíð Oddson bara alls ekkert fyndinn lengur og nú á hann bara að draga sig í hlé því hans stjórnmála og embættisferill er búinn og endalokin ekkert mjög glæsileg. Nú verðum við að standa saman um að leysa þessi vandamál sem við stöndum frammi fyrir og þar verða stjórnvöld einnig að sýna samstöðu, en hins vegar stöndum við líka frammi fyrir því að skipta um ráðamenn á öllum sviðum. Það tekur efalaust mörg ár fyrir ísland að ávinna sér traust annara þjóða og ekki hafa tjallarnir hjálpað til í þeim efnum og við eigum að slíta stjórnmálasambandi við þá strax og reka sendiherrann úr landi, við höfum átt í stríði við þá áður og unnið og getum vel gert það aftur, þeir buðu upp í þennan dans og so be it!

Áfram ísland!!


Þjóðargjaldþrot?

Nú er svo komið að landið rambar á barmi gjaldþrots og áfallaáætlun að fara í gang. Sumum finnst það kannski skrítið og jafnvel ógnvænlegt en þetta er staðreynd sem nú verður að horfast í augu við. Hins vegar heyrist manni að koma eigi til móts við fólkið í landinu og veita fólki aðstoð, ráðgjöf og jafnvel áfallahjálp og er það vel. Ég veit ekki með ykkur en ég vona bara að það verði þá staðið við þessi loforð og fólk fái aðstoð sem það þarf. En eftir stendur þó að þeir sem bera ábyrgð á þessu virðast ætla að sleppa vel með allar miljónirnar sínar vel faldar á Cayman eyjum. Það á einfaldlega að finna þá og þá peninga sem þeir hafa komið undan og láta þá borga þetta til baka. Þjóðin bað ekki um að þessir jakkafataguttar færu eins og stormsveipir út og suður takandi áhættu með annara manna peninga. Þessir bölvaðir drullusokkar eiga að horfast í augu við hvað þeir eru búnir að gera og taka því eins og menn. Nú er lag að ráðamenn þjóðarinnar sýni hvaða mann þeir hafi að geyma og taki á hlutunum og við sem enn viljum byggja þetta land skulum sannarlega taka þátt í því. Ég hef engar áhyggur af því að fólkið í landinu leggi ekki sitt af mörkum og vona ég að ráðamenn geri slíkt hið sama.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband