Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Rasistar á íslandi?

Ég er svo aldeilis bit! getur það verið að rasismi viðgangist á íslandi?. Nú ætlar Bubbi að fara að halda tónleika gegn kynþáttahatri og búið er að loka vefsíðu sem einhver börn settu upp og þar var áróður gegn pólverjum sem virðist vera að aukast. Einhvernveginn finnst mér þetta minna á viðhorf gegn fólki af asískum uppruna fyrir nokkrum misserum en svo virðist sem það sé að mestu gengið yfir. Það er alveg á hreinu að við íslendingar verðum að horfast í augu við innflytjendur hvort sem okkur líkar betur eða verr og svona bull eins og að stofna félög gegn innflytjendum gagnast ekki nokkurn skapaðan hlut og eru einungis til hins verra

Kjánalegheit

Ekki ætlar fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi að segja af sér og hætta þessari vitleysu. Heldur vill hann koma eina ferðina enn fram í sjónvarpi og reyna að klóra yfir þessa endemis vitleysu sem á undan er gengin. Allir sæmilega þenkjandi menn með einhverja glóru af siðferðiskennd væru löngu búnir að segja af sér en ekki Vilhjálmur. Ég var reyndar hissa á því að hann virtist nú muna út á hvað þetta mál gengur og þótti mér það mikil framför. En þá að öðru en mér þótti vænt um að Landhelgisgæslan sá sér fært að fara til móts við flugmann í nauðum og hafa þeir væntanlega ekki verið uppteknir við hrossarekstur en sjómenn eru ekkert sérlega hressir með að ekki var hægt að ná í slasaðan sjómann en ekkert mál var að fara austur á land að smala einhverjum hrossum. Nú er mál að ganga með þetta þyrlumál alla leið og fá eitt stykki staðsett á Akureyri og aðra á Egilsstöðum eða Höfn í Hornafirði. Það er nóg komið að kjaftæði og nú þarf að gera eitthvað.

Osama í Pakistan

Það er alltaf jafnfróðlegt að fylgjast með umræðunni um hvað Osama sé niðurkominn eða hvort hann sé á lífi yfirleitt. Það er alveg á hreinu að hann er á lífi en hvar er annað mál. Var ekki í umræðuni að hann væri að afsala sér forystuhlutverkinu í Al kaida til 16 ára gamals sonar síns ? eitt er skrítið að hann er ekki nema 42 ára gamall og á í glímu við nýrnasjúkdóm sem han þarfnast meðferðar við reglulega og hvað fær hann þá aðstoð? varla í einhverjum hellum í fjallendi Pakistan. Hann er verkfræðimenntaður frá Svíþjóð og hefur búið í hinum vestræna heimi meirihlutann af sínu lifi og er um margt mjög merkilegur maður og langt frá því að hann sé einhver vitleysingur en engu að síður gjörsamlega veruleikafirrtur. Þetta er maður sem hefur komið til íslands og sprangað um flugstöð Leifs Eiríkssonar daglangt
mbl.is Segir bin Laden og múlla Ómar enn í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Sigmari!

Fróðlegt að sjá Kastljósið í kvöld en þar var við stjórnvölinn færasti þáttastjórnandi landsins Sigmar Guðmundsson og það voru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Svandís Svafarsdóttir sem fengu að kenna á hárbeittum spurningum Sigmars. Það var sorglegt að sjá Svandísi hiksta og stama og reyna að klóra yfir vitleysuna með stöðluðum svörum sem komu málinu ekkert við og fékk ég allt annað álit á henni því ég hélt að það væri meira í hana spunnið en þarna kom í ljós að margur getur gasprað endalaust um ekki neitt. Ekki kom Vilhjálmur mér á óvart en hann er einn litlausasti karakter sem gegnt hefur opinberri stöðu hér á landi held ég. Maðurinn er svo margsaga að það hálfa væri nóg og hann er búinn að fara í svo marga hringi í útskýringum sínum að það skilur enginn neitt í neinu. Hann bara man ekki neitt, skilur ekki neitt og ég er svei mér farinn að halda að hann viti ekki neitt. Loksins er kominn maður eins og Sigmar sem leyfir viðmælandanum ekki að röfla allt viðtalið og segja fólki ekki neitt heldur gengur hann hart til verks og það verður til þess að þetta fólk opinberar loks hvaða mann það hefur að geyma.

Reykingabann????

Nú held ég að fólk sé að ganga af göflunum varðandi þetta reykingabann á skemmtistöðum og umræðunni um reykingar almennt. Nú skilst mér að Ragnheiður Ásta vilji banna fólki að reykja í sínum eigin íbúðum??????? Hvað er eiginlega í gangi!! ég er fyllilega sammála því að banna reykingar á mörgum stöðum þó ég sé reykingamaður sjálfur, auðvitað á ekki að reykja þar sem það truflar börn og aðra þá sem er illa við tóbaksreyk og held ég að langflestir reykingamenn séu mér sammála og ég held einnig að reykingabann á skemmtistöðum hafi ekki orðið eins mikið mál og margir héldu en nú þegar veitingamenn barma sé og vilja koma upp sérstökum reykherbergjum sem mér finnst bara sjálfsagt þá ætlar allt að verða vitlaust og nú á bara að banna fólki að reykja nær alls staðar. Er þá ekki bara rétt að ríkið taki af skarið og banni innflutning og sölu á tóbaki ef þetta er svona gríðarlegt félags og heilsufarslegt vandamál? og eiga þessir þingmenn sem býsnast sem mest yfir reykingunum ekki að byrja á því að loka reykherberginu í alþingishúsinu áður en þeir vilja loka annarsstaðar. Fyrr má nú vera forræðishyggjan!. Ég bara vona að maður geti kveikt sér í rettu á þess að eiga það á hættu að víkingasveitin mæti í öllum herklæðum

Þvílíkt endemis rugl!

Eru þingmenn nú farnir að bulla um það hvort finna eigi nýtt heiti yfir ráðherra og fram hafa komið alls konar orð og orðskrípi meðal annars ráðfrú, ráðandi og fleiri og fleiri. Mikið rosalega fer þetta í taugarnar á mér ! hefur þetta fólk ekkert gáfulegra að gera en að fjargviðrast yfir þessu?. Manni gæti bara ekki verið meira sama um það hvort þau eru ráðherrar, frúr, ráðendur eð hvað þetta er allt saman. Ég held að þétta fólk ætti að hætta þessu kjánalega bulli og ætti að snúa sér að einhverjum mikilvægari málefnum

Rafbyssur fyrir sérsveitina?

Nú held ég að þeir séu endanlega orðnir veruleikafirrtir þessir menn?. Nú á að fara að skoða það hvort rafbyssur séu næsta leikfangið fyrir sérsveit lögreglunnar. Ég veit ekki betur en það hafi borist fréttir af því að menn hafi dáið eftir að lögregla notaði svona vopn á menn og ég man ekki betur en lögregla í Kanada hafi notað þetta á mann sem æsti sig eitthvað á flugvelli og talaði ekki ensku með þeim afleiðingum að hann lést og fleiri tilfelli hefur maður heyrt um. Nú held ég að þessir gæjar ættu nú aðeins að fara að róa sig og halda sig bara við vélbyssurnar sem þeir eiga nú þegar. Svo tala þeir líka um að þegar piparúðinn kom fyrst voru það einungis sérsveitarmenn sem áttu að bera hann en nú eru allir lögreglumenn með úða að mér skilst.

Fréttir liðinnar viku

Í vikulok er voða vinsælt að fá menningarvita til að fara yfir það sem helst hefur þótt fréttnæmt í vikunni og var ég að horfa á slíka umræðu í Kastljósinu sem endursýnt var í morgun. Spaugstofumálið hefur verið að gera mann geðveikan í vikunni og vona ég að nú sé komið nóg af þeirri umræðu. Hins vegar las maður nokkrar fríkaðar fréttir og sú sem mér fannst áhugaverðust var fréttin um flugmanninn sem sturlaðist í miðju flugi og var bundinn niður argandi og vildi fá að spjalla við Guð. Ég hefði ekki viljað vera farþegi í þessu flugi og sjá flugmanninn gólandi vitlausan :). Svo er hlutabréfamarkaðurinn eitthvað á uppleið og þá rætist vonandi úr fjárhagsvanda hlutabréfamógúlanna sem eru alveg á hausnum núna og eiga ekki fyrir bensíni á einkaþoturnar. Það hlýtur að vera speisuð staða að tapa á nokkrum dögum fjárhæðum sem dygðu til að reka smáríki árlega. Sá viðtal við einhvern fjármálaspeking um daginn og hann sagði að við ættum ekki að kaupa hlutabréf núna,Really!!!

Nýr fjölskyldumeðlimur

Nú hefur fjölgað í fjölskyldunni en við hjónin ákváðum að taka að okkur annan kött. Þetta er afar falleg 4 ára gömul læða af tegundinni Cornish Rex. Það er ekki þrautalaust að venja nýjan kött á heimili þar sem annar köttur er fyrir og móttökurnar hafa sennilega ekki verið þær vinarlegustu í sögunni. Sú gamla lét þá nýju vita að með skýrum hætti að hér réði hún og ekkert múður og ef sú nýja vogar sér of nálægt þá hvæsir sú gamla og svipurinn er ekki fallegur. Hins vegar eru engin slagsmál og það er jákvætt og allir voru sáttir fyrstu nóttina. Kettir eru gríðarlegir karakterar og maður á að hafa það á hreinu að þú átt ekki köttinn, kötturinn á þig :) hins vegar getur myndast mikið og gott samband milli fólks og katta ekki síður en hunda. Þetta verða sennilega erfiðir dagar framundan við að venja þær saman en spennandi. En hvað er með þetta veður? það eru orðin nokkur ár síðan maður hefur þurft að skafa bílinn nokkrum sinnum á dag og og það í marga daga í röð? hlýnun jarðar hvað!

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 328

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband