9.6.2007 | 00:08
fótbolti
Ég veit ekki hvort fólk sé búið að fá nóg af íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir miður glæsilega frammistöðu undanfarið. Hver einasti maður sem ég hef hitt virðist hafa lausnina á þessu vandamáli, Eyjólfur á að segja af sér, erlendan þjálfara og ég veit ekki hvað. Hins vegar sá ég viðtal við Gunnlaug Helgason fjölmiðlamann í sjónvarpinu og var honum fullkomlega sammála þar sem hann sagði að hann áttaði sig ekki alveg á því hvers vegna þetta kæmi fólki svona á óvart núna þar sem þetta landslið hafi aldrei getað nokkurn skapaðan hlut í fótbolta hvorki fyrr né síðar þannig að þetta þyrfti ekkert að koma á óvart. Hvaða maður sem er gæti þjálfað þetta lið og það myndi aldrei geta neitt hvort sem er, það er bara staðreynd sem við verðum að sætta okkur við.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.