Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Afleit fréttamennska

Það er ekki oft sem fréttamenn gjörsamlega eyðileggja ferilinn á einu augnabliki og það í beinni útsendingu á vísi.is en það kom þó fyrir í tilfelli Láru Ómarsdóttur þegar hún var stödd á vettangi mótmælanna við Suðurlandsveg á dögunum. Þar áttaði hún sig ekki á því að hún væri enn í útsendingu og virðist vera að tala við líklega útsendingarstjórann sinn og býðst til að fá einhvern til að kasta eggjum á meðan þeir komi næst inn í útsendingu. Þetta kallast að búa til frétt og á ekki að líðast og rýrir þetta gjörsamlega allt það traust sem hún hefur sem fréttamaður. Svo kemur reyndar besti parturinn af þessu, hún sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist hafa verið að grínast og segir að hún og samstarfsmenn hennar séu gjarnan "gráglettnir" á stundum. Það heyra það allir sem vilja á upptökunni að hún er ekki að grínast og meinar þetta fullkomlega. Það er alveg á hreinu að hún er búin að tapa öllu trausti sem fréttamaður og ætti að segja upp og hætta því ekki virðist Stöð 2 ætla að gera neitt í málinu.

Dæma sig sjálfir

Mér sýnist nú maðurinn dæma sig sjálfur með þessum mummælum og en samt finnst mér afrek hjá honum að geta komið 8 eða 9 stafsetningarvillum inn í þennan stutta texta
mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ótrúlegt fólk

Það væri það nú að fá einn stríðsofsamannninn í Hvíta húsið? Nú hamast bandaríkjamenn við að finna ástæðu til þess að ráðast á Íran og þeim hótað útrýmingu ef þeir ráðast á ísrael. Vei þeim sem hróflar við guðs útvöldu þjóð!! ekki hafa ísraelsmenn gert neitt sem ljótt þykir nema þá kannski að murka skipulega lífið úr palestínumönnum með miklum og góðum stuðningi bandaríkjamanna
mbl.is Clinton hótar Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sljóir hundaeigendur

Hvað er þetta með fólk sem hendir hundunum sínum út eldsnemma á morgnana og svo gelta þeir út í eitt? Voðalega finnst mér skrítið að þetta fólk geti ekki haft aðeins meiri stjórn á dýrunum og í það minnsta sýnt nágrönnum sínum þá tillitsemi að reyna að þagga niður í þeim. Ég bý á eyrinni á Akureyri og það er eins og maður sé staddur í miðri hundaræktunnarstöð á hverjum morgni og meira og minna allann daginn. Það er ekkert að því að halda hund en kommon það er frekar þreytandi að búa við stöðugt gelt meira og minna allann daginn. Þetta er bara spurning um að sinna dýrunum betur því það er hundur í sama húsi og ég og maður verður aldrei var við hann og maður hefur vart heyrt hann gelta þannig að þetta eru svosem engin geimvísindi held ég. Skil heldur ekki ánægjuna við að eiga hund sem geltir stöðugt.

í skjóli nafnleyndar

Mikið lifandis skelfing er leiðilegt að lesa blogg eftir menn sem hafa ekki einu sinni þann kjark eða manndóm í sér til að skrifa sitt torf undir nafni en kalla sig voða fínum nöfnum sem þeir halda að séu töff. Þessir menn komast upp með að rífa kjaft og hreinlega ausa skít og skömmum yfir fólk án þess að þora að koma fram undir nafni. Úr tók steininn þegar að einn þeirra sem kallar sig Dr. E ræðst með dónaskap og bulli gegn séra Svavari A. Jónssyni sóknarpresti hér á Akureyri og hef ég varla séð meiri dónaskap en maðurinn skrifar og ég er ekki einn um að finnast þetta vera meira en nóg. Mér er bara alveg sama hvaða álit þessi maður hefur á séra Svavari því fólk veit betur og hef ég ekki heyrt annað en gott um hann og það veit ég einnig af eigin reynslu. Ef þessum ágæta Dr. E er svona illa við hann þá á hann bara að hafa það út af fyrir sig og halda kjafti eða koma fram undir nafni svo maðurinn geti varið sig. Maður er kominn með ógeð á þessum sóðakjöftum og besservisserum sem moka úr flórum sínum yfir aðra undir nafnleynd og það er svo einfalt mál að loka á þessa menn sem ekki hafa kjark til að skrifa undir nafni, þetta eru efalaust kúgaðir einstaklingar sem fá útrás fyrir egóið með þessum barnalega hætti og ættu að skammast sín. Þið sem hafið ekkert annað að gera en að gagnrýna aðra og teljið ykkur yfir aðra hafna, drullist þið til að haga ykkur eins og siðað fólk

Marklaus Genfarsáttmáli

Mögnuð heimildamyndin sem sýnd var á Stöð 2 um viðbjóðinn og vitleysuna sem viðgekkst í Abu Ghraib fangelsinu í Írak þar sem fjöldi manna og drengja var fangelsaður án skýringa og þurftu að þola pyntingar og hrikalega niðurlægingu. Það má raunar draga af þessu lærdóm en langt er síðan tilraunir voru gerðar á því hversu venjulegt heiðvirt fólk var tilbúið til að gera öðru fólki undir ákveðnum kringumstæðum og komust rannsakendur að því að eftir því sem fólk fékk meira vald því líklegra var það til að beita aðra ofbeldi. Fangaverðirnir í Abu Ghraib urðu á skömmum tíma harðstjórar sem pyntuðu og niðurlægðu menn með ótrúlegum aðferðum og mynduðu jafnvel þegar þeir voru að auðmýkja og pynta fangana sem margir hverjir voru þarna fyrir litlar sem engar sakir. Allt þetta var svo gert með fullu leyfi og vitneskju æðstu ráðamanna Bandaríkjanna og Donald Rumsfield heimtaði meiri árangur af yfirheyrslum og heimilaði þessa skelfilegu meðferð á mönnunum. Þetta segir okkur margt og meðal annars það að Genfarsáttmálinn er marklaust plagg þar sem þjóðir sem segjast eiga í stríði túlka hlutina einfaldlega sér í hag og nota þær aðferðir sem þeim sýnist. Svo koma þessir yfirmenn Bandaríkjahers fram í fjölmiðlum eftir að þetta kemst í fjölmiðla og sverja af sér sakir og fordæma þessa meðferð en það vita allir sem vilja að þessir menn samþykktu og heimiluðu þessar aðgerðir. Það er hægt að skrifa undir alls kyns sáttmála en þeir halda bara ekki þegar á reynir því ef manneskjan er sett í ákveðnar aðstæður þá er hún jafn óútreiknanleg og aðrar skepnur jarðarinnar. Það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að réttlæta pyntingar hvorki líkamlegar né andlegar og er með þeim verið að ganga gegn öllu mannlegu eðli. Dr. Stanley Milgram sem gerði tilraun með að fá venjulegt fólk til að gefa öðrum raflost sagði eftir tilraunirnar að þær hefðu komið "þægilega á óvart" og sagði að þetta gæfi ríkisstjórnum aukna möguleika, hrikalegt en þó satt .

"hræ" af skipi ????

Það eru margir misgáfulegir sjónvarpsþættirnir sem boðið er upp á þessa dagana og einn af þeim er Hæðin sem sýnd er á Stöð 2. Þátturinn gengur út á að 3 pör gera upp íbúðir og þá eitt rými í hverjum þætti og svo kemur afar gáfuleg dómnefnd og metur árangurinn. Það var athyglisvert að fylgjast með þætti sem endursýndur var í dag en þar var eitt parið að útskýra hvernig það hefði fengið hugmyndir að innréttinguni og sögðu að þau hefðu farið í fjöruferð og meðal annars fundið "hræ" af skipi og notað hluta af því. Aldrei nokkrun tíma hef ég heyrt um "hræ" af skipi ???? stundum er talað um flak í þessu sambandi en varla hræ??.

Kjaftstopp í ræðustól

Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég horfði á jómfrúarræðu ungrar Samfylklingarkonu á alþingi en aðra eins uppákomu hef ég ekki séð en þessi kona sté í ræðustól og byrjaði á að tafsa einhver nokkur orð og stoppaði svo og horfði ofan í ræðupúltið heillengi en sagði svo nokkur orð samhengislaust og hætti svo aftur og starði enn lengur ofan í ræðupúltið leit svo út í salinn og brosti vandræðalega og labbaði svo í burtu. Þetta var svo vandræðalegt að það hálfa hefði verið meira en nóg. Hvernig er þetta eiginlega með fólk sem býður sig fram til alþingis, er ekki lágmarkið að þetta fólk geti komið upp orði skammlaust fyrir framan aðra og er fólk ekki betur undirbúið fyrir ræður á alþingi en þetta???. Þetta minti mig á krakka sem er sendur upp að töflu í skólastofu og á að halda ræðu :) Það er ekki oft sem maður fær kjánahroll við að horfa á utsendingu frá alþingi en þarna verð ég að segja að mér verulega illa fyrir hennar hönd en samt var þetta hrikalega fyndið. Nú verður spennandi hvort hún leggi aftur í að fara í púltið og hvað kemur til með að gerast þá ? :)

Af erlendum sakamönnum

Hún er furðuleg þessi umræða sem er í gangi núna varðandi þessa erlendu sakamenn sem virðast hafa hreiðrað um sig hér á landinu. Nú er það það nýjasta að pólskur maður sem sakaður er um hrottalegt morð í heimalandi sínu hefur unnið hér í byggingavinnu um hríð og ekkert hefur verið aðhafst í hans máli að hálfu hérlendra yfirvalda og þar að auki hefur hann oft komið við sögu lögreglunnar hér fyrir alls konar mál og þar á meðal á hann að kúga samlanda sína með ofbeldi. Hvað er eiginlega í gangi???, lögreglan hér segist ekki geta handtekið manninn vegna þess að það er ekki búið að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann? ekki finnst mér lögregluyfirvöld í hans heimalandi vera merkileg ef hann er sakaður um að hafa afhöfðað mann þá telji þeir ekki ástæðu til að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann?. Mér finnst bara alveg vera komið nóg af þessu rugli, við höfum alveg nóg með innlenda afbrotamenn þannig að nú verður bara að bregðast við þessu með því að fara fram á að menn framvísi sakavottorði ef þeir hyggjast búa hér og starfa. Það getur vel verið að þetta beri vott um rasisma en kommon! hlustið bara á fréttirnar undanfarið þá þarf ekkert meir og reynið ekki að segja að fólk sé ekki búið að fá nóg því hver einast maður sem ég hef rætt við er mér sammála.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband