Leita í fréttum mbl.is

"hræ" af skipi ????

Það eru margir misgáfulegir sjónvarpsþættirnir sem boðið er upp á þessa dagana og einn af þeim er Hæðin sem sýnd er á Stöð 2. Þátturinn gengur út á að 3 pör gera upp íbúðir og þá eitt rými í hverjum þætti og svo kemur afar gáfuleg dómnefnd og metur árangurinn. Það var athyglisvert að fylgjast með þætti sem endursýndur var í dag en þar var eitt parið að útskýra hvernig það hefði fengið hugmyndir að innréttinguni og sögðu að þau hefðu farið í fjöruferð og meðal annars fundið "hræ" af skipi og notað hluta af því. Aldrei nokkrun tíma hef ég heyrt um "hræ" af skipi ???? stundum er talað um flak í þessu sambandi en varla hræ??.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Ætli sama fólk héldi bara ekki að "flak" væri bara eitthvað sem maður keypti í soðið? hmm

Beturvitringur, 21.4.2008 kl. 01:21

2 identicon

Sama par hengdi upp járnabindimottur sem "rak" á fjöru. Ætli þessar mottur hafi fallið útbyrðis af skipi ? Og ef svo væri, mundu þær reka á land ? Nei ég held og veit að þær hefðu steinsokkið. Fjaran sem þau fundu þessar mottur í hefur verið inn í miðju byggingahverfi. Hvað er ég að röfla út af þessu? Bið að heilsa þér Þráinn.

Ingó (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband