Leita í fréttum mbl.is

Af erlendum sakamönnum

Hún er furðuleg þessi umræða sem er í gangi núna varðandi þessa erlendu sakamenn sem virðast hafa hreiðrað um sig hér á landinu. Nú er það það nýjasta að pólskur maður sem sakaður er um hrottalegt morð í heimalandi sínu hefur unnið hér í byggingavinnu um hríð og ekkert hefur verið aðhafst í hans máli að hálfu hérlendra yfirvalda og þar að auki hefur hann oft komið við sögu lögreglunnar hér fyrir alls konar mál og þar á meðal á hann að kúga samlanda sína með ofbeldi. Hvað er eiginlega í gangi???, lögreglan hér segist ekki geta handtekið manninn vegna þess að það er ekki búið að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann? ekki finnst mér lögregluyfirvöld í hans heimalandi vera merkileg ef hann er sakaður um að hafa afhöfðað mann þá telji þeir ekki ástæðu til að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann?. Mér finnst bara alveg vera komið nóg af þessu rugli, við höfum alveg nóg með innlenda afbrotamenn þannig að nú verður bara að bregðast við þessu með því að fara fram á að menn framvísi sakavottorði ef þeir hyggjast búa hér og starfa. Það getur vel verið að þetta beri vott um rasisma en kommon! hlustið bara á fréttirnar undanfarið þá þarf ekkert meir og reynið ekki að segja að fólk sé ekki búið að fá nóg því hver einast maður sem ég hef rætt við er mér sammála.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já frændi jafnt skal yfir alla ganga!!!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 381

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband