11.2.2008 | 23:30
Kjánalegheit
Ekki ætlar fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi að segja af sér og hætta þessari vitleysu. Heldur vill hann koma eina ferðina enn fram í sjónvarpi og reyna að klóra yfir þessa endemis vitleysu sem á undan er gengin. Allir sæmilega þenkjandi menn með einhverja glóru af siðferðiskennd væru löngu búnir að segja af sér en ekki Vilhjálmur. Ég var reyndar hissa á því að hann virtist nú muna út á hvað þetta mál gengur og þótti mér það mikil framför. En þá að öðru en mér þótti vænt um að Landhelgisgæslan sá sér fært að fara til móts við flugmann í nauðum og hafa þeir væntanlega ekki verið uppteknir við hrossarekstur en sjómenn eru ekkert sérlega hressir með að ekki var hægt að ná í slasaðan sjómann en ekkert mál var að fara austur á land að smala einhverjum hrossum. Nú er mál að ganga með þetta þyrlumál alla leið og fá eitt stykki staðsett á Akureyri og aðra á Egilsstöðum eða Höfn í Hornafirði. Það er nóg komið að kjaftæði og nú þarf að gera eitthvað.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.