4.3.2008 | 20:37
Aumingjaskapur í Rúv
Alveg er það með ólíkindum hvað Rúv þarf alltaf að skíta uppá bak með alla hluti og nú með Formúluna, mér er bara spurn ? hvernig getur Sýn borgað meira en Rúv fyrir þetta sjónvarpsefni sem hefur sem betur fer náð hylli áhorfenda aftur eftir atvikið umdeilda þegar þeir félagar Schumacker og Barrichello eyðilögðu nánast sportið á sínum tíma. Sýn er með áskrifendur og þarf að berjast á auglýsingamarkaðnum en Rúv hefur traustar tekjur plús auglýsingar og ekki nóg með það heldur ætla þeir Sýnarmenn að hafa þetta 4 daga veislu í kring um hvert mót en þeir hjá Rúv sýndu tímatökurnar og svo frá mótinu með ekki þeim skemmtilegasta kynni sem maður hefur heyrt í en hann hafði þó all nokkurt vit á sportinu, það skal ekki tekið frá honum. Ég bara átta mig ekki á því hvað Rúv hyggst fyrir það er allt á niðurleið hjá þeim og frekar kaupa þeir sjöþúsund þætti af einhverjum dönskum krimma sem ekkert gerðist í frekar en að halda í áhugavert efni sem þeir höfðu. Mikið andskoti fer þetta í taugarnar á manni !!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
Athugasemdir
Brrrrrrrrrrúúúúúúúmm
Ingó (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.