27.3.2008 | 17:09
Ránstilraun á Akureyri
Maður hélt nú að maður byggi í rólegu hverfi þar sem lítið sem ekkert kæmi uppá en annað var nú að sjá á dögunum en ég brá mér út í garð eitt kvöldið og var þá ekki lögreglumaður á vappi í garðinum hjá mér með vasaljós og lýsti í hvern krók og kima og einnig fór hann í næstu garða og skoðaði þá vel og vandlega. Áður en mér gafst ráðrúm til að afla mér upplýsinga um hvað vakti forvitni lögreglunar í garðinum mínum voru þeir horfnir á braut en svo komst ég að því að einhverjir óvandaðir einstaklingar höfðu reynt að ræna hverfisbúðina okkar en ekki haft erindi sem erfiði þar sem afgreiðslukonan tók ekki í mál að afhenda þeim peninga og varðist ódæðismanninum og hvarf hann á braut tómhentur. Morgunin eftir var par handtekið og gekkst maðurinn við því að hafa reynt að ræna búðina. Alveg tel ég víst að um utanbæjarfólk hafi verið að ræða enda trúi ég ekki að heiðarlegir og grandvarir Akureyringar geri svona lagað og hvet ég hér með óvandað fólk til að láta Hreiðrið okkar í friði hér með og leyfa okkur hinum að njóta þess að versla þar úm ókomna tíð. Annars er ég ágætur, losna vonandi við gifsið á morgun en á eftir að losna við bróderinguna hans Ara sem ég vona að komi vel út.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er með ólíkindum að svona geti gerst í næsta húsi,án þess að maður viti af því.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 27.3.2008 kl. 17:33
Vertu úti ef þú ætlar ekkert að kaupa. Þráinn, stoppa hér. Var þessi "utanbæjarmaður" kannski á aldrinum 18-23? Keimon, það eru geitungar á Akureyri eins og í Reykjavík og annars staðar. Hvað varstu að gera úti í garði? Slá og raka?
Ingó (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:24
Eg er nú alveg hissa á að þú hafir ekki gefið þig á tal við löggumann, svona að gömlum og góðum íslenskum sið
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.