25.4.2008 | 00:34
Afleit fréttamennska
Það er ekki oft sem fréttamenn gjörsamlega eyðileggja ferilinn á einu augnabliki og það í beinni útsendingu á vísi.is en það kom þó fyrir í tilfelli Láru Ómarsdóttur þegar hún var stödd á vettangi mótmælanna við Suðurlandsveg á dögunum. Þar áttaði hún sig ekki á því að hún væri enn í útsendingu og virðist vera að tala við líklega útsendingarstjórann sinn og býðst til að fá einhvern til að kasta eggjum á meðan þeir komi næst inn í útsendingu. Þetta kallast að búa til frétt og á ekki að líðast og rýrir þetta gjörsamlega allt það traust sem hún hefur sem fréttamaður. Svo kemur reyndar besti parturinn af þessu, hún sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist hafa verið að grínast og segir að hún og samstarfsmenn hennar séu gjarnan "gráglettnir" á stundum. Það heyra það allir sem vilja á upptökunni að hún er ekki að grínast og meinar þetta fullkomlega. Það er alveg á hreinu að hún er búin að tapa öllu trausti sem fréttamaður og ætti að segja upp og hætta því ekki virðist Stöð 2 ætla að gera neitt í málinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar frændi
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.