Leita í fréttum mbl.is

Sjómannadagurinn ??

Jæja þá er sjómannadagurinn framundan og mér sýnist sem þessi dagur sé ekki orðinn nema skugginn af sjálfum sér. Hér í eina tíð var þetta einn af stóru dögunum á árinu en nú er ekkert um að vera að minnsta kosti ekki hér á Akureyri. Mér finnst sem flestir sjómenn séu búnir að missa allar taugar til þessa dags en það hefur verið reglan að þennan eina dag ársins erum við hetjur hafsins og þar fram eftir götunum en alla aðra daga bölvaðir drullusokkar. Allavega veit ég að það eina sem sjómenn ætla sér að gera er að margar áhafnir hyggjast koma saman og grilla með fjölskyldunni og hafa gaman þar sem ekkert verður úr uppákomum öðrum. Sjómenn líta á þetta meira sem kærkomið frí þó ekki sé um langt frí að ræða. Mér finnst þetta persónulega til vansa þar sem mér finnst mikill sjónarsviptir af þessum degi og þá fyrst og fremst fyrir fólkið í landi en eldra fólk sem ég hef rætt við man meira eftir hátíðarhöldum vegna sjómannadags heldur en til dæmis 17. júní. Það var venja að útgerðirnar buðu fólki í siglingu um fjörðinn og var yfirleytt troðfullt í þessar siglingar og mikið fjör svo ekki sé minnst á kappróðurinn. Af þessum föstu liðum sem voru á sjómannadaginn held ég að sjómannamessan sé það eina sem eftir er. Vonandi verður þessi dagur einhverntímann aftur hafinn til vegs og virðingar enda eiga sjómenn og fjölskyldur þeirra það sannarlega skilið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha!! Hvað á ekki að vara neitt á sjómannadaginn?????  Eru  við Akureyringar að drepast ofan í klofið á okkur eða hvað??

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband