11.9.2008 | 14:21
Aldrei má maður ekki neitt!
Jæja þá er það á hreinu að heimsendir varð ekki að þessu sinni. Ekki það að maður hafi verið búinn að búa sig sérstaklega undir það eins og margir en þessi umræða undanfarið um þessa eðlisfræðitilraun hefur verið með ólíkindum og maður hefur hreinlega orðið gáttaður á því hvernig fólk getur látið. Mér hefur oft fundist að maður sé að lesa eitthvað frá Baggalúti enda tækla þeir frábæru fréttamenn hlutina á talsvert annann hátt en aðrir. Nú fer fólk bara að velta sér uppúr einhverju öðru og verður fróðlegt að sjá hvað það verður. Ég asnaðist til þess um daginn að fara inn á bloggsíðu um daginn þar sem var verið að spá í það hjá hvaða símafyrirtæki væri best að vera með nettengingu og ég léði máls á því að þú ert í raun alltaf hjá Símanum hvort sem þú skráir þig hjá þeim eða einhverjum öðrum þar sem Síminn á allt þetta drasl og sér um að tengja þetta. Ekki voru allir sammála mér og fékk ég mykju í talsverðu magni yfir mig frá nokkrum aðilum en ég held þó að allir sem vilja vita viti að þetta er rétt hjá mér. En ég svosem tók þetta ekkert voðalega nærri mér, ekkert mál að skola af sér mykjuna. Andskoti er samt svekktur yfir því að hafa ekkert komist í gæs og hér með lýsi ég eftir túni eða akri fyrir einn kall
og hana nú!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.