Leita í fréttum mbl.is

Vont sjónvarpsefni

Ég hef verið duglegur með fjarstýringuna undanfarið og get ekki annað en sagt að sjaldan hefur verra sjónvarpsefni verið í boði heldur en þessa dagana. Stöð 2 þarf að fara að skeina sér duglega því mikið djö... eru margir hrikalega slæmir þættir á dagskrá á rásunum hjá 365. Til dæmis ætla ég að nefna að akkúrat þessa stundina er á stöð2 extra einhver spjallþáttur með Spike Ferensten sem er einhver ófyndnasti maður sem ég hef séð og er að reyna að vera einhver Jay Leno en er svo hrikalega glataður að það hálfa væri nóg. Þá er komið að þessum raunveruleikaþáttum en þar er ruslið alveg yfirgengilegt og maður er alveg búinn að fá uppí kok af því rugli. Stöð 2 bíó er kapítuli útaf fyrir sig en þar er hver mynd sýnd allavega sjötíu sinnum og til að mynda kann ég Walk The Line nánast utan að orð fyrir orð. Svo á mánudags og þriðjudagskvöldum eru endursýningar trekk í trekk. En Stöð 2 sér ástæðu til þess að hækka afnotagjöldin nýverið en það er alveg á hreinu að það er ekki vegna þess að þeir eru að kaupa dýrt sjónvarpsefni svo mikið er víst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að segja upp áskriftinni  

Res (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:20

2 identicon

Frændi!!!!  Hættu að góna á sjónvarpið og komdu í kaffi. Eg gæti leikið einhverja nýja mynd fyrir þig ef vel liggur á mer...

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband