Leita í fréttum mbl.is

Hvað er með þessi hundanöfn?

Í mogganum í dag var frétt um heilmikla hundasýningu og er það svosem ekki efni í miklar pælingar en ég hef oft pælt í hvað fólki gangi til með að skíra hundana sína þessum ægilegu nöfnum? Tökum dæmi Bernegárdens Prince of Thiefs, Tíbrárar Tindar Tamino. Stekkjardals Cariad For The One. Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna þessi grey eru látin heita þessum ægilegu nöfnum, hvað varð um þessu venjulegu hundanöfn? er það kannski vegna þess að þeir eru svo ættgöfugir og hafa þar af leiðandi kostað það mikið að ekki er hægt að láta þá heita stuttum og venjulegum nöfnum. Ég hef ekki hundsvit á hundarækt mér finnst þetta reyndar asnalegt en það er sennilega vegna þess að ég er ekki nógu gáfaður né hef ekki gógu mikið ímyndunarafl til að upphugsa svona fancy nöfn, auk þess á ég ekki hund en á þó kött en hún heitir nú bara Gríma. Kannski finn ég eitthvað flott nafn á hana ef ég fiin eitthvað nógu speisað og flott

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þetta eru ættbókarnöfn og eru notuð á sýningum en svo geta þeir heitið Snati Kolur eða hvað sem helst.

Þorvaldur Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 22:32

2 identicon

Stekkjardals Cariad for the One er í eigu föður míns og minnar fjölskyldu. Nafnið sem þú tilgreinir er ættbókarnafnið sem ræktendur hundsins gefa honum áður en hann er seldur. Hvolpurinn okkar er brúnn labrador og heitir því frumlega nafni Brúnó og við notum það alltaf á hann. Langflestir aðrir hundar sem bera svona ættarnafn er kallaðir eitthvað annað af eigendum sínum.

Anton Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband