Leita í fréttum mbl.is

Þjóðargjaldþrot?

Nú er svo komið að landið rambar á barmi gjaldþrots og áfallaáætlun að fara í gang. Sumum finnst það kannski skrítið og jafnvel ógnvænlegt en þetta er staðreynd sem nú verður að horfast í augu við. Hins vegar heyrist manni að koma eigi til móts við fólkið í landinu og veita fólki aðstoð, ráðgjöf og jafnvel áfallahjálp og er það vel. Ég veit ekki með ykkur en ég vona bara að það verði þá staðið við þessi loforð og fólk fái aðstoð sem það þarf. En eftir stendur þó að þeir sem bera ábyrgð á þessu virðast ætla að sleppa vel með allar miljónirnar sínar vel faldar á Cayman eyjum. Það á einfaldlega að finna þá og þá peninga sem þeir hafa komið undan og láta þá borga þetta til baka. Þjóðin bað ekki um að þessir jakkafataguttar færu eins og stormsveipir út og suður takandi áhættu með annara manna peninga. Þessir bölvaðir drullusokkar eiga að horfast í augu við hvað þeir eru búnir að gera og taka því eins og menn. Nú er lag að ráðamenn þjóðarinnar sýni hvaða mann þeir hafi að geyma og taki á hlutunum og við sem enn viljum byggja þetta land skulum sannarlega taka þátt í því. Ég hef engar áhyggur af því að fólkið í landinu leggi ekki sitt af mörkum og vona ég að ráðamenn geri slíkt hið sama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ-i frændi það verður aldrei það slæmt að það lagist ekki aftur.

Svo verður ættarmót síðustu helgina í júní árið 2010????

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ég bara verð að segja: HEYR HEYR!!!

Hulda Brynjólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband