7.11.2008 | 16:20
Sama gamla tuggan
Nú eru þeir Geir og Björgvin að halda enn einn blaðamannafundinn og ekkert er þar nýtt heldur er þetta sama gamla tuggan aftur og aftur. Þeir tala um að það sé reiði í þjóðfélaginu (skarpir) en þeir hafi orðið varir við mikla bjartsýni og dugnað hjá þjóðinni. Hins vegar ekkert talað um hvað eigi að gera og sama gamla tuggan heyrðist að þeim tilmælum hefði verið komið til stofnanna og banka að sýna skuldurum skilning og gangi ekki of hart fram í innhemtuaðgerðum. Gott og vel en tilmæli eru bara tilmæli og ekkert sem segir að viðkomandi fari eftir því, þvert á móti heyrir maður meira og meira af því að harðar sé nú gengið í innheimtuaðferðum, skemmst er að minnast dæmis þar sem Intrum bauð viðskiptavini að hraða innheimtu. Það er ekki nóg að koma fram og lofa öllu fögru á meðan ekkert er að baki þessum loforðum. Þeir skulu fá að vita að þessi reiði er ekki eitthvað sem hverfur á nokkrum vikum þó þeir reyni hvað þeir geta til að draga fólk á asnaeyrunum og fraga máttinn úr fólkinu, það má ekki gerast.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.