Leita í fréttum mbl.is

Vafasöm mótmæli

Það var ekki laust við að ég fengi kjánahroll þegar ég horfði á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um mótmæli gegn handtöku pilts sem var eftirlýstur að mér skilst. Það að sjá fullorðið fólk berja á dyr og brjóta glugga á lögreglustöðinni en eftir nokkur læti brást lögreglan við með því að sprauta piparúða yfir fólkið og hlutu margir veruleg óþægindi vegna þessa. Mér finnst einhvern veginn að þetta mál sé ekkert mjög flókið en ef lögreglan stendum frammi fyrir því að fullt af æstu fólki er að reyna að brjótast inn í lögreglustöðina þá hljóta þeir að bregðast við með einhverjum hætti einfaldlega til þess að verja sig. Það eru jú lög í landinu og eftir þeim verður að fara hvað sem okkur finnst um það og ég held að fólk ætti að mótmæla með einhverjum öðrum hætti en skrílslátum. Málið er nefnilega að við kunnum ekkert að mótmæla og þar af leiðandi kann lögreglan ekki að bregðast rétt við mótmælum, þannig er þetta bara. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst hundleiðinlegt að horfa á skrílslæti hvar sem þau eru og mér er sama hverjir eiga í hlut. Ofbeldi hefur aldrei leyst nein vandamál og undangengin dæmi sanna að við erum fljót að fordæma ofbeldið í fréttunum undanfarið svo við ættum að hugsa okkur um áður en við verðum þáttakendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Walter Ehrat

Sæll Þráinn

Ég vil bara benda mjög kurteislega á að þú virðist ekki hafa allar upplýsingar um atvik og burtséð frá hvort þér finnst þetta vafasöm mótmæli sem er þér auðvitað frjálst þá er margt í þessu máli sem þarfnast rannsóknar.

T.d. var pilturinn alls ekki eftirlýstur eins og þú segir og handtaka hans var ólögleg. Það er búið að viðurkenna af lögreglu og yfirlýsing frá innheimtu sekta og sakarkostnaðar var birt í mbl á sunnudag.

Þér finnst eðlilegt að lögreglan verji sig með einhverjum hætti þegar fólkið er að ryðjast inn en ég bendi á að þetta var alls ekki trylltur stjórnlaus lýður sem ætlaði sér að drepa mann og annan. Enginn lögreglumaður var í hættu að verða fyrir persónulegum meiðslum eins og þeir vita sem voru á staðnum. Fólk var áberandi kurteist og yfirvegað almennt en það ætlaði sér klárlega að fá svör við þessari ólöglegu handtöku og það með góðu eða illu.

Þú nefnir að ofbeldi leysi aldrei nein vandamál og þar er ég þér alveg sammála. En ofbeldi beinist gegn fólki en skemmdarverk gegn hlutum. Þarna var það lögreglan sem beitti ofbeldinu því miður.

Hvort skiptir meira máli hlutir eða fólk?

Ég vona að þetta verði til að þú hafir tíma til að kynna þér þetta mál betur! Þetta er um margt merkilegur viðburður og var vissulega mjög upplýsandi fyrir mig að vera viðstaddur en ég hef nú aldrei áður verið á svona mótmælum.

Hér er Kastljós viðtal um þetta:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431261/2

Kv. W.

Walter Ehrat, 26.11.2008 kl. 19:37

2 identicon

Sæl Walter og þakka þér athugasemdina

Mér er ljóst nú að maðurinn var ekki eftirlýstur og leiðréttist .það hér með. Það sem ég átti við með þessu var að lögreglan hefur greinilega metið það svo að fólkið hafi verið hættulegt eða í það minnsta ógnandi og því gripið til þess að nota piparúða en ég var ekki að réttlæta þann gjörning heldur benda fyrst og fremst á tilgangsleysi ofbeldis í allri sinni mynd og það líka að viðbrögð lögreglunnar einkennast af vankunnáttu gagnvart svona aðstæðum. Ég endurtek þakkir fyrir athugasemdina og bið að heilsa upp í háloftin

Þráinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:37

3 identicon

Sællllll    Bara að líta við:

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Æ, ég kalla það nú ekki kurteisi að brjóta rúður, eða brjóta sér leið í gegnum læstar dyr, Walter. Það hefði mátt gera þetta á annan hátt. Ég skil vel reiði margra og að pilturinn grímuklæddi hafi verið handtekinn ólöglega, en slíkt ranglæti verður seint réttlætt með múgæsingu, rúðu- og húsbroti.

Gunnar Kr., 2.12.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband