5.1.2009 | 18:23
Endalaus svikin loforð
Nú er það alveg ljóst að fyrirtæki og stofnanir ætla að hafa að engu tilmæli félagsmálaráðherra um að ganga ekki að fólki af hörku á meðan þetta skelfingarástand ríkir. Það er ljóst að það er gengið að fólki af jafnvel meiri hörku en áður og á meðan róið er að því öllum árum að bjarga fyrirtækjum og stofnunum þá þakka þau fyrir sig með því að ganga að fólki með öllum tiltækum ráðum. Oft hefur maður fengið ógeð á þessu ástandi en sjaldan eins og núna. Drullusokkshátturinn sem þessar lögfræðistofur stunda hérna á þessu landi er hrikalegur. Bankar og sparisjóðir fylgja svo fast á eftir og ætla ekki að verða eftirbátar og ætla nú með öllum tiltækum ráðum að ganga endanlega frá því fólki sem berst í bökkum í atvinnuleysi og verðhækkunum. Ég vona bara að meiraprófsrukkararnir sofi vel og nóti þess að eyðileggja framtíð okkar sem ennþá ætluðu að vera hér áfram. Hins vegar vona ég að ungt vel menntað fólk fari sem fyrst úr landi og finni sér bjartari framtíð en hér er von á. Hér er engin framtíð, það er alveg á hreinu. Mér er alveg sama þó hugsanlegum lesendum finnist þessi skrif bera vott um mikla svartsýni og sjálfsmeðaumkun en svona er þetta ástand hveort sem fólki líkar það betur eða verr. Það á að ganga til bols og höfuðs almennings og þeir sem geta ekki borgað geta bara étið skít.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.