5.1.2009 | 18:31
er einhver ástæða til að sýna einhverja kurteisi?
Mér gæti ekki verið meira sama um hvernig talað er um þetta fólk sem ber ábyrgð á þessum hörmungum sem yfir okkur hafa gengið. Hef ekki orðið var við að okkur sem allt lendir á sé sýnd kurteisi eða virðing
Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Athugasemdir
Þeir sem enn telja að hægt sé að byggja hér gott nýtt samfélag ættu að temja sér að koma fram af virðingu hvort við annað. Ekki síst vegna þess að við verðum að reyna að byggja upp traust hvort til annars, nú þegar traustið til valdhafanna er fallið. Við byggjum ekki upp traust hvort til annars nema við getum sýnt hvort öðru virðingu.
Héðinn Björnsson, 5.1.2009 kl. 22:46
Ég spyr á móti; er einhvern tíma ástæða til að sýna ekki kurteisi? Þú vilt væntanlega að þér sé sýnd virðing og þá er bara að hafa gullnu regluna í heiðri, hver sem í hlut á.
Guðrún Helgadóttir, 5.1.2009 kl. 22:59
Héðinn og Guðrún . . .
Þið eruð fólk að mínu skapi.
Axel (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 02:01
Því miður þarftu að athuga það að já það voru nokkrir aðilar sem komu með tækifærin en hverjir tóku þátt í góðærinu? Það var auðvitað þjóðin sem dreif þetta áfram og tók þátt í þessu með stóru köllunum. Ætla mér þó ekki að alhæfa þetta yfir á alla Íslendinga. Þessi punktur á til að gleymast í mótmælum. Fólk er svo upptrekt af hatri og reiði að það verður hálf blint gangvart fólki og mástaðnum. Það að hóta og sýna ókurteisi er ekki rétta leiðin. Eins og hún Guðrún og Héðinn sagði, þá á fólk að koma fram við hvort annað eins og það vill að annar komi fram við sig.
Ég hef unnið í símaþjónustu og hef fengið tvær líflátshótanir og óteljandi svívirðingar í minn garð á þeim tíma sem ég synti mínu starfi. Það sama gerðist t.d. með þjónustufólkið í bönkunum á sínum tíma. Oft á tíðum voru þetta aðilar sem vildu svo ekki segja mér hverjir þetta væru.
Hættum að nota nafnaleynd sem tæki til að láta reiðina gossa á annað fólk. Og svo verður fólk gjörsamlega á taugum þegar á að biðja fólk um að gæta málfar eða eins og mbl menn gerðu og takmörkuðu birtingar á þá sem blogga ekki undir kennitölu.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.1.2009 kl. 04:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.