24.1.2009 | 15:23
menn ættu að hugsa aðeins
Hörður Torfason sjálfskipaður maður fólksins hefði átt að hugsa aðeins áður en hann gasprar um hluti sem hann á ekki að tjá sig um, hann ætti að skeina sig duglega og hætta þessu kjaftæði
Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skammastu þín, Þráinn !
Mér finnst þú ættir að sjá að þér og biðja lesendur þessarar færslu afsökunar á dónaskap og viðbjóðslegum málflutningi !
Gísli (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:33
Hann biðst þó afsökunnar annað en Forsætissráðherra."
Óli Þór (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:37
Hörður er ekki sjálfskipaður, hann hins vegar hafði kraftinn og þorið til að láta hlutina gerast...en ummælin voru vissulega vanhugsuð, nú hefur hann beðist afsökunar og óþarfi að velta sér frekar upp úr þessu.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 15:38
Hann baðst þó afsökunar. Býst við að þú gerir það ekki.
ennenn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:50
Sjálfskipaður? Hver neyðir mannfjöldann á þær samkomur sem hann stendur fyrir? Ég veit ekki betur en að hann kallaði og við komum.
Svo veit ég ekki hvaðan þú tekur myndlíkingarnar, en ef þú skeinar þér áður en þú talar, langar mig ekki ræða við þig maður á mann nema þú skeinir þér með blautri tusku og sápu.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:50
Það getur engin afsökunarbeiðni þvegið sorann af herði Torfasyni sem afhjúpaði sig í ýmsum útgáfum af sóðaskapnum í viðtalinu.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 16:07
Ertu fáviti Þráinn? Talandi um að skeina sér á sora. Hefur þú Þráinn, gert eitthvað fyrir fólkið í landinu ...annað en að gaspra hér um hluti sem þú hefur ekkert vit á? Hélt ekki.. annað má segja um Hörð sem að hefur nú sýnt að hann er mannlegur eins og við hin ..ég ..og ...þú
Án Harðar væri hér allt óbreytt og spillingin margfalt meiri en hún þó er. Wake up man!
Ragnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:44
Ólafur, á meðan að ráðherrar og seðlabankastjórar liggja í hlandinu af sjálfum sér, búnir að kúka á sig upp fyrir haus.. þá dirfist þú að sorakenna Hörð Torfason án þess að hafa NOKKUÐ fyrir þér. Það er ekki minni sorafýlan af ummælum þínum
Ragnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:45
Hörður Torfason.
Ég bið þig afsökunar á orðum mínum í þinn garð í athugasemdum hér á blogginu. Ísidór, ég bið þig einnig afsökunar á ruddalegum orðum mínum í athugasemdum á bloggi þínu. Það eru fleiri en Hörður sem þurfa að telja uppá hundrað áður en þeir tjá sig. Horður haltu merkinu á lofti eins og þú hefur gert fram að þessu. Þráinn, prófaðu að telja uppí fimm þúsund áður en þú skrifar næst.
Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:49
Sé enga ástæðu fyrir Hörð að biðjast afsökunar. Menn fá ekki syndaaflausn við það eitt að veikjast. Þeir verða heldur ekki heilagir.
Kv.
Kristinn
Kristinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:23
Mér gæti ekki verið meira sama um það hvort Hörður Torason hafi risið upp fyrir fólkið í landinu? ég hef engan áhuga á því að hafa þennan mann sem minn málssvara, ekki bað ég hann um að röfla á þessum fundum og hann er hreint ekki þarna fyrir mig. Þið skuluð bara hlusta á þetta viðtal við hann sem málið snýst um og þá heyrið þið hvaða mann hann hefur að geyma. Auk þess áskil ég mér fullan rétt til að gagnrýna þennann mann sem skyndilega virðist vera komin í guðatölu
Þráinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:47
Þú ert veikur, og þið mörg þarna ofanskrifandi. Já þið eruð veik og þurfið á læknishjálp að halda ekkert síður en Geir Haarde, þótt að það sé önnur deild af sjúkrahjálp en hann.
Hörður Torfason er maður sem hægt er að bera virðingu fyrir.
Hann verður skráður í Íslandssöguna.
J.A. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:02
Bíddu?? er ekki verið að tala um Hörð Torfason? J.A. ég held að þú þurfir ekki síður læknishjálp, þetta er ekki Guð almáttugur sem verið er að ræða um. Hverslags eiginlega dýrkun er þetta á manninum? fyrir hvern andskotann ætti hann að verða skráður í íslandssöguna?
Þráinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:15
Sem magnað söngvaskáld, mannréttindabaráttumaður, hnarreistur hommi sem neitaði að vera hafður í skáp í forpokuðu fordómaþjóðfélagi, skipileggjandi og upphafsmaður magnaðra mótmæla sem eiga ekki sinn líka í íslandssögunni svo fátt eitt sé talið, á örugglega margt gott og gagnlegt eftir að gera ennþá.
Léttvæg mistök í hita leiksins varpa engum skugga á feril þessa ágæta manns þó að íhaldskurfar hangi á því eins og roði og eru örugglega tilbúnir til að velta sér upp úr um hríð.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 18:41
Núna er ég ekki alveg að átta mig á þessu rugli með þennan mann? Nú kemur hann fram í fréttum og segir að orð sín hafi verið rangtúlkuð og slitin úr samhengi??? nú en ef svo hefur verið þá skil ég ekki af hverju hann baðst afsökunar á ummælum sínum ?? málið er að sá sem hlustar a þetta viðtal heyrir að orð hans voru ekki rangtúlkuð eða slitin úr samhengi. Hann talaði einnig um að þetta væru mótmæli fólksins en ekki hans og honum væri illa við að persónugera mótmælin?? hvers vegna hefur hann þá útilokað ákveðið fólk sem hefur óskað eftir að taka til máls?. Mér er bara alveg sama hver kynhneigð hans er og hvort hann sé söngvaskáld eða öskukarl hann er ekki talsmaður minn og ég hef fullan rétt á að hafa mitt álit á honum, hann er ekki messías endurfæddur þrátt fyrir að margir sem hér hafa blásið úr sér halda greinilega
Þráinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:55
Maður getur nú haft mikið álit á fólki án þess að vera með persónudýrkun eða talið það frelsarann endurborinn og öllum er frjálst að finnast lítið til um hvern sem er, þessi væll er bara orðinn svolítið staglkendur og í litla samræmi við tilefnið.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 19:01
Væll??? bendi á ummæli lærisveina Harðar hér að ofan!
Þráinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:09
Já, það er öruggt að þú ert veikur.
Það er orðbragið drengur, orðbragðið.
J.A. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:17
Ef orðbragðið sem ég notaði er svona yfirgengilega hræðilegt þá veit ég ekki hvað þú ert yfir höfuð að svara þessu ? í hvaða sértrúarsöfnuði ert þú eginlega? reyndar er maður vanur að heyra svona steypu frá fólki sem ekki þorir að skrifa undir nafni. Ég ætla bara að vona að þú hafir horft á fréttirnar í kvöld og þá sérðu ef þú ert ekki það veruleikafirrt manneskja að Hörður bullaði tóma steypu um mistúlkun og annað sem ekki glóra er í.
Þráinn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:27
Málið er Þráinn, að við þurfum ekkert að vera í trúarsöfnuði til að tala og skrifa fágaða íslensku. Skiftir ekki máli hvað þú ert að segja eða skrifa. Falleg íslenska í tali og skrift vekur alltaf virðingu. Hafðu það i huga.
J.A. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:07
Hörður var einn af þeim fáu sem hafa tjáð sig um þetta tilfinningaklám.
Í stað þess að viðurkenna að ríkisstjórnin er fallin,
Sjálfstæðisflokkurinn blandar saman tilkynning um
kosningartillögu og veikindi hans Geirs til að breiða yfir
niðurlæginguna sem flokkurinn gengur nú í gegnum og safna sér
stuðningi og samúð. Þetta var bara pólitiskt strategía.
En ég vorkenni þau sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð
þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera
ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru
búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur, Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu
aldrei biðja um afsökunnar..
Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl
Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:14
Ég þarf enga túlkun á orðum harðar. Ég hlustaði á upptökuna - reyndar efast ég um að nokkur léti svona út úr sér ef ég hefð ekki heyrt þessa upptöku - ummælin voru engin mistök af hans hálfu hann setti sorann fram í nokkrum mismunandi útgáfum og - ágæta fólk -
hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.
Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.
Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.