30.1.2009 | 21:05
er maður þá jafn veikur og maður heldur?
Mér varð það á að gagnrýna Hörð Torfason á dögunum og þá einna helst fyrir að vera ekki að mótmæla fyrir mína hönd á hverjum laugardegi þar sem ég tel að mótmæli sem við höfum orðið vitni að virka ekki. Það stóð ekki á viðbrögðum, ég var kallaður veikur, brjálaður og fleiri nöfnum sem ég ætla ekki að nefna. Ég bý ekki í Reykjavík og ætlast ekki til þess að Hörður Torfason né nokkur annar mótmæli fyrir mína hönd, ef ég ætla að mótmæla þá geri ég það sjálfur og einn. Ég hef ekki beðið hann að standa fyrir mínum málum og hefði aldrei gert það þó ég hefði haft val þar sem Hörður er ekki minn málssvari og verður aldrei. Þetta fólk sem kallaði mig veikan, brjálaðan og verri nöfnum má eiga sig þar sem ég nenni ekki að eyða orðum á fólk sem sér ekkert annað en Messías í þessum manni. Ég segi bara eitt að lokum, það eru allt of margir sem hafa aðgang að netinu sem eiga ekki að hafa það
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.