Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
27.3.2008 | 19:11
nýtt byssuskip
Það held ég að Bjössi hafi fílað sig í tætlur við þessa athöfn enda svag fyrir öllu sem tengist hervaldi og vopnum, gaman verður að sjá þetta fley á hafinu í framtíðinni
Kjölur lagður að varðskipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 17:09
Ránstilraun á Akureyri
Maður hélt nú að maður byggi í rólegu hverfi þar sem lítið sem ekkert kæmi uppá en annað var nú að sjá á dögunum en ég brá mér út í garð eitt kvöldið og var þá ekki lögreglumaður á vappi í garðinum hjá mér með vasaljós og lýsti í hvern krók og kima og einnig fór hann í næstu garða og skoðaði þá vel og vandlega. Áður en mér gafst ráðrúm til að afla mér upplýsinga um hvað vakti forvitni lögreglunar í garðinum mínum voru þeir horfnir á braut en svo komst ég að því að einhverjir óvandaðir einstaklingar höfðu reynt að ræna hverfisbúðina okkar en ekki haft erindi sem erfiði þar sem afgreiðslukonan tók ekki í mál að afhenda þeim peninga og varðist ódæðismanninum og hvarf hann á braut tómhentur. Morgunin eftir var par handtekið og gekkst maðurinn við því að hafa reynt að ræna búðina. Alveg tel ég víst að um utanbæjarfólk hafi verið að ræða enda trúi ég ekki að heiðarlegir og grandvarir Akureyringar geri svona lagað og hvet ég hér með óvandað fólk til að láta Hreiðrið okkar í friði hér með og leyfa okkur hinum að njóta þess að versla þar úm ókomna tíð. Annars er ég ágætur, losna vonandi við gifsið á morgun en á eftir að losna við bróderinguna hans Ara sem ég vona að komi vel út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 22:03
Hallærisleg tónlistarverðlaunaafhending
Alveg er rosalegt hvað þessi verðlaunaafhending á RÚV á þriðjudagskvöldið var hallærisleg, hver kynnirinn kom fram og hikstaði og stamaði og las eitthvert textabrot og tafsaði og tuldraði hvert orð. Maður fékk kjánahroll þegar maður horfði á þetta fólk reyna að gera þetta eins og stóru hátíðarnar úti í heimi en það misheppnaðist gjörsamlega. Hefði ekki verið gáfulegra að gera þetta aðeins fagmannlegra og þetta þurfti nú kannski ekki að vera í beinni útsendingu þar sem landinn sefur nú alveg rólegur yfir því hver fær íslensku tónlistarverðlaunin þrátt fyrir að sjálfsagt sé að veita þessi verðlaun þeim tónlistarmönnum sem eiga þau skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 20:37
Aumingjaskapur í Rúv
Alveg er það með ólíkindum hvað Rúv þarf alltaf að skíta uppá bak með alla hluti og nú með Formúluna, mér er bara spurn ? hvernig getur Sýn borgað meira en Rúv fyrir þetta sjónvarpsefni sem hefur sem betur fer náð hylli áhorfenda aftur eftir atvikið umdeilda þegar þeir félagar Schumacker og Barrichello eyðilögðu nánast sportið á sínum tíma. Sýn er með áskrifendur og þarf að berjast á auglýsingamarkaðnum en Rúv hefur traustar tekjur plús auglýsingar og ekki nóg með það heldur ætla þeir Sýnarmenn að hafa þetta 4 daga veislu í kring um hvert mót en þeir hjá Rúv sýndu tímatökurnar og svo frá mótinu með ekki þeim skemmtilegasta kynni sem maður hefur heyrt í en hann hafði þó all nokkurt vit á sportinu, það skal ekki tekið frá honum. Ég bara átta mig ekki á því hvað Rúv hyggst fyrir það er allt á niðurleið hjá þeim og frekar kaupa þeir sjöþúsund þætti af einhverjum dönskum krimma sem ekkert gerðist í frekar en að halda í áhugavert efni sem þeir höfðu. Mikið andskoti fer þetta í taugarnar á manni !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar