Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 21:05
er maður þá jafn veikur og maður heldur?
Mér varð það á að gagnrýna Hörð Torfason á dögunum og þá einna helst fyrir að vera ekki að mótmæla fyrir mína hönd á hverjum laugardegi þar sem ég tel að mótmæli sem við höfum orðið vitni að virka ekki. Það stóð ekki á viðbrögðum, ég var kallaður veikur, brjálaður og fleiri nöfnum sem ég ætla ekki að nefna. Ég bý ekki í Reykjavík og ætlast ekki til þess að Hörður Torfason né nokkur annar mótmæli fyrir mína hönd, ef ég ætla að mótmæla þá geri ég það sjálfur og einn. Ég hef ekki beðið hann að standa fyrir mínum málum og hefði aldrei gert það þó ég hefði haft val þar sem Hörður er ekki minn málssvari og verður aldrei. Þetta fólk sem kallaði mig veikan, brjálaðan og verri nöfnum má eiga sig þar sem ég nenni ekki að eyða orðum á fólk sem sér ekkert annað en Messías í þessum manni. Ég segi bara eitt að lokum, það eru allt of margir sem hafa aðgang að netinu sem eiga ekki að hafa það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 15:23
menn ættu að hugsa aðeins
Hörður Torfason sjálfskipaður maður fólksins hefði átt að hugsa aðeins áður en hann gasprar um hluti sem hann á ekki að tjá sig um, hann ætti að skeina sig duglega og hætta þessu kjaftæði
Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
23.1.2009 | 19:04
A tíðindum dagsins
Það er óhætt að segja að dagurinn í dag sé dagur mikilla tíðinda, sjálfstæðisflokkurinn boðar kosningar í vor og Geir Haarde opinberar veikindi sín fyrir alþjóð. Ekki stóð á viðbrögðum frá hinum ýmsu málpípum og margt misgáfulegt kom þar fram en verst þykir mér þegar menn gera lítið úr veikindum manna, hvort sem menn eru samherjar eða andstæðingar. Þrátt fyrir að ég og Geir Haarde séum ekki samstíga í pólitík þá eru þetta slæm tíðindi fyrir hann og ég verð að segja að ég tel hann kjarkmann að opinbera þetta fyrir alþjóð. Ég vona bara að hann nái sér hið fyrsta og sigri baráttuna við þennan vágest sem krabbinn er. Óska ég honum alls hins besta og sendi ég honum mínar bestu baráttukveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 15:27
Ótrúlegt kjaftæði um samstöðu og almannaheill
Það vantar ekki fögru orðin um að opinberir aðilar eigi að sýna fólki skilning í þessu ástandi sem nú hrjáir fólkið í landinu. Nú síðast í dag las ég eitthvað kjaftæði um að borgarfulltrúar vinstri grænna og samfylkingarinnar vildu taka upp eitthvað sem á að heita almannaheillanefndir og mun fyrirmyndin eiga að koma frá Akureyri. Mér finnst nú skjóta skökku við þegar borgin ætlar að taka upp svoleiðis kerfi frá bæjarfélagi sem er farið að ganga að fólki með nauðungaruppboðum á þeirra húseignum?. Hvernig datt fólki í hug að einhver samstaða og skilningur fengist frá hinu opinbera og bönkunum? þetta er bara ein af fjölmörgum lygum sem hafa hrotið af vörum ráðamanna og forsvarsmanna fyrirtækja og stofnanna. Þeir er svo nákvæmlega sama um hvað verður um fjölskyldurnar í landinu og það fólk sem er að missa allt þessi misserin. Ég skil ekki hvers vegna þetta fólk nennir að tuða um að nú þurfi að sýna skilning og allir verði að standa saman um málin vitandi það að það verður ekki staðið við neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:27
Fiskneysla íslendinga lítil? einfaldlega dýr matur
Stöð 2 sýndi nú í kvöld viðtal við matreiðslumann á veitingastað sem sérhæfir sig í fiskréttum og var umræðuefnið lítil fiskneysla landans. Í viðtalinu kom fram að þau að lítil fiskneysla stafaði af því einna helst að fólk kynni ekki að matreiða fisk eða væri hrætt um að kunna ekki að elda fisk. Hvers lags rugl er þetta ? veit þetta fólk ekki hvað fiskur kostar í dag?.Fiskur er með því dýrasta sem hægt er að kaupa og það er oft ódýrara að kaupa t.d. svínakjöt. Kílóið af ýsu er komið upp í 1600 krónur kílóið og ég er bara ekkert hissa á því að neysla hefur dregist saman. Ég held að þetta fólk sem býsnast yfir lítilli fiskneyslu ætti að bregða sér í næstu búð og kynna sér verðið áður en það kennir vankunnáttu neytenda um minnkandi neyslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 18:31
er einhver ástæða til að sýna einhverja kurteisi?
Mér gæti ekki verið meira sama um hvernig talað er um þetta fólk sem ber ábyrgð á þessum hörmungum sem yfir okkur hafa gengið. Hef ekki orðið var við að okkur sem allt lendir á sé sýnd kurteisi eða virðing
Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2009 | 18:23
Endalaus svikin loforð
Nú er það alveg ljóst að fyrirtæki og stofnanir ætla að hafa að engu tilmæli félagsmálaráðherra um að ganga ekki að fólki af hörku á meðan þetta skelfingarástand ríkir. Það er ljóst að það er gengið að fólki af jafnvel meiri hörku en áður og á meðan róið er að því öllum árum að bjarga fyrirtækjum og stofnunum þá þakka þau fyrir sig með því að ganga að fólki með öllum tiltækum ráðum. Oft hefur maður fengið ógeð á þessu ástandi en sjaldan eins og núna. Drullusokkshátturinn sem þessar lögfræðistofur stunda hérna á þessu landi er hrikalegur. Bankar og sparisjóðir fylgja svo fast á eftir og ætla ekki að verða eftirbátar og ætla nú með öllum tiltækum ráðum að ganga endanlega frá því fólki sem berst í bökkum í atvinnuleysi og verðhækkunum. Ég vona bara að meiraprófsrukkararnir sofi vel og nóti þess að eyðileggja framtíð okkar sem ennþá ætluðu að vera hér áfram. Hins vegar vona ég að ungt vel menntað fólk fari sem fyrst úr landi og finni sér bjartari framtíð en hér er von á. Hér er engin framtíð, það er alveg á hreinu. Mér er alveg sama þó hugsanlegum lesendum finnist þessi skrif bera vott um mikla svartsýni og sjálfsmeðaumkun en svona er þetta ástand hveort sem fólki líkar það betur eða verr. Það á að ganga til bols og höfuðs almennings og þeir sem geta ekki borgað geta bara étið skít.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar