Leita í fréttum mbl.is

Handbolti og aftur handbolti

Jæja þá er enn eitt stórmótið framundan en nú ætla strákarnir okkar að verða evrópumeistarar í handbolta eða allavega eru flestir nokkuð vissir um það. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ég hafa heyrt þetta áður?. Mikið lifandis skelfing yrði ég feginn ef okkur gengi þó ekki væri nema sæmilega svo allt fari ekki á annan endann ef þeir gera upp á bak eina ferðina enn. Ég skil ekki alveg þetta voðalega mál í kring um eina handboltakeppni, þetta eru nokkrir leikir og við kannski vinnum einhverja en við töpum alveg örugglega nokkrum líka. Íslenska liðið má eiga það að margir sætir sigrar hafa unnist og skemmst er að minnast leiksins við Frakka um árið sem við unnum glæsilega og ég held að sá leikur sé einn sá besti sem íslenskt landslið hefur unnið. Jæja nóg af handbolta nú bíður maður bara eftir að komast til vinnu aftur eftir smávægilega aðgerð en maður fær vist ekkert að fara að vinna fyrr en saumar hafa verið fjarlægðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 369

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband