Leita í fréttum mbl.is

Nýr fjölskyldumeðlimur

Nú hefur fjölgað í fjölskyldunni en við hjónin ákváðum að taka að okkur annan kött. Þetta er afar falleg 4 ára gömul læða af tegundinni Cornish Rex. Það er ekki þrautalaust að venja nýjan kött á heimili þar sem annar köttur er fyrir og móttökurnar hafa sennilega ekki verið þær vinarlegustu í sögunni. Sú gamla lét þá nýju vita að með skýrum hætti að hér réði hún og ekkert múður og ef sú nýja vogar sér of nálægt þá hvæsir sú gamla og svipurinn er ekki fallegur. Hins vegar eru engin slagsmál og það er jákvætt og allir voru sáttir fyrstu nóttina. Kettir eru gríðarlegir karakterar og maður á að hafa það á hreinu að þú átt ekki köttinn, kötturinn á þig :) hins vegar getur myndast mikið og gott samband milli fólks og katta ekki síður en hunda. Þetta verða sennilega erfiðir dagar framundan við að venja þær saman en spennandi. En hvað er með þetta veður? það eru orðin nokkur ár síðan maður hefur þurft að skafa bílinn nokkrum sinnum á dag og og það í marga daga í röð? hlýnun jarðar hvað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, þeir verða fljótt perluvinir :) já sammála með hlýnun jarðar hvað??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.2.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 366

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband