21.4.2008 | 00:46
Marklaus Genfarsáttmáli
Mögnuð heimildamyndin sem sýnd var á Stöð 2 um viðbjóðinn og vitleysuna sem viðgekkst í Abu Ghraib fangelsinu í Írak þar sem fjöldi manna og drengja var fangelsaður án skýringa og þurftu að þola pyntingar og hrikalega niðurlægingu. Það má raunar draga af þessu lærdóm en langt er síðan tilraunir voru gerðar á því hversu venjulegt heiðvirt fólk var tilbúið til að gera öðru fólki undir ákveðnum kringumstæðum og komust rannsakendur að því að eftir því sem fólk fékk meira vald því líklegra var það til að beita aðra ofbeldi. Fangaverðirnir í Abu Ghraib urðu á skömmum tíma harðstjórar sem pyntuðu og niðurlægðu menn með ótrúlegum aðferðum og mynduðu jafnvel þegar þeir voru að auðmýkja og pynta fangana sem margir hverjir voru þarna fyrir litlar sem engar sakir. Allt þetta var svo gert með fullu leyfi og vitneskju æðstu ráðamanna Bandaríkjanna og Donald Rumsfield heimtaði meiri árangur af yfirheyrslum og heimilaði þessa skelfilegu meðferð á mönnunum. Þetta segir okkur margt og meðal annars það að Genfarsáttmálinn er marklaust plagg þar sem þjóðir sem segjast eiga í stríði túlka hlutina einfaldlega sér í hag og nota þær aðferðir sem þeim sýnist. Svo koma þessir yfirmenn Bandaríkjahers fram í fjölmiðlum eftir að þetta kemst í fjölmiðla og sverja af sér sakir og fordæma þessa meðferð en það vita allir sem vilja að þessir menn samþykktu og heimiluðu þessar aðgerðir. Það er hægt að skrifa undir alls kyns sáttmála en þeir halda bara ekki þegar á reynir því ef manneskjan er sett í ákveðnar aðstæður þá er hún jafn óútreiknanleg og aðrar skepnur jarðarinnar. Það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að réttlæta pyntingar hvorki líkamlegar né andlegar og er með þeim verið að ganga gegn öllu mannlegu eðli. Dr. Stanley Milgram sem gerði tilraun með að fá venjulegt fólk til að gefa öðrum raflost sagði eftir tilraunirnar að þær hefðu komið "þægilega á óvart" og sagði að þetta gæfi ríkisstjórnum aukna möguleika, hrikalegt en þó satt .
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.