5.11.2008 | 20:40
Hvað er að gerast?
Hvað eru stjórnvöld að gera fyrir fólkið í landinu sem er að missa allt út úr höndunum? Nákvæmlega ekkert, það er alveg á hreinu að nú ætla stjórnvöld að nota gömlu aðferðina sína þá að láta tímann líða og láta fólk missa móðinn og hætta að gera athugasemdir við þetta ástand, þetta hafa stjórnvöld gert allt of oft og nú má ekki láta þetta gerast aftur. Mikið óskaplega eru stjórnvöld heppin með að við íslendingar erum eins langþreyttir og við erum því ef þetta væri svona í einhverju landi sem við köllum vanþróað þá væri búið að fangelsa alla þessa útrásarvíkinga og henda lyklinum. Það er ekki einu sinni hægt að kalla landið okkar bananalýðveldi því þau ríki sem við köllum slík bregðast allavega við og taka stjórnvöld og menn sem hafa hagað sér svona í fjármálum úr umferð. Ég krefst þess sem þegn þessarar þjóðar að stjórnin víki! stjórn Seðlabankans á að víkja! draga á menn til ábyrgðar og það strax. Það er alveg á hreinu að það er landflótti í aðsigi og er ég ekki hissa, ég gæti trúað því að þúsundir flyttu af landi brott og það er bara hið besta mál, ráðamenn þjóðarinnar ætla sér ekkert að gera og koma fram við íbúa þessa lands með hroka og yfirgangshætti og hlusta ekki á fólkið og munu ekki gera það. Þá er engin ástæða til að vera hér lengur og mun gáfulegra að fara eitthvað þar sem komið er fram við fólk eins og manneskjur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.