Leita í fréttum mbl.is

Af gráðugum Gæsaskyttum og magnveiðimönnum

Jæja þá er maður byrjaður aftur eftir svokallað sumarfrí en það stóð yfir í einar tvær vikur sem við hjónin eyddum á Tenerife. Að öðru leyti hef ég verið á hafinu bláa og það sem er minnistætt eftir þetta sumar er einstök veðurblíða og ágætis fiskirí. Meiningin er að reyna að skrifa eitthvað milli túra og blása út hugsanlegri skapvonsku sem máski safnast upp á sjónum. Þessa dagana er fátt sem fangar athyglina og fréttir hafa verið með rólegra móti finnst mér, en hið háa alþingi er hafið og má þá væntanlega fara að búast við einhverjum speisuðum málum frá þeim bænum. Jú eitt liggur þungt á mér en ég hef ekkert komist á gæsaskytterí og helgast það af því að það er hvergi hægt að komast í gæs orðið þar sem menn eru búnir að bjóða oft á tíðum stórfé í nánast hvern kornakur og túnbleðil sem von er á gæs og meðalmaðurinn á ekki orðið séns í þetta sport lengur. Ég þori nánast að fullyrða að þetta eru magnveiðimenn sem gera þetta unvörpum og í mörgum tilfellum gera þeir út á útlendinga sem koma hingað til veiða. Mér finnst ekkert að því að bændur fái eitthvað fyrir sinn snúð og í mínu tilfelli hef ég oft átt vöruskipti við bændur, það er að ég hef fært þeim fisk í staðinn fyrir að fá að skjóta á landi þeirra en mér finnst skelfileg þessi þróun að menn sem virðast ekki vita aura sinna tal vaði yfir allt og alla og bjóði hundruði þúsunda í veiðisvæðin og þurfi svo að skjóta gríðarlegt magn af fugli til að tapa ekki á þessum viðskiptum. Ég hef allavega strengt þess heit að borga aldrei peninga fyrir gæsaveiði, fyrr hætti ég að skjóta gæs en að borga stórfé fyrir en fisk skal ég færa hverjum þeim bónda sem leyfir mér að liggja fyrir gæs í landinu sínu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband