Leita í fréttum mbl.is

Terrorismi

Jæja frá því að maður bloggaði síðast hefur margt skeð (gerst) maður er orðinn hryðjuverkamaður og skuldar 6 milljónum meira en maður gerði áður. Ég verð samt að viðurkenna að ég skil ekkert orðið lengur í þessu ástandi lengur og á það eitt sameginlegt með Björgúlfi yngri. Samt get ég ekki skilið hversu lengi Davíð Oddson á að sitja sem Seðlabankastjóri? er þjóðin endanlega orðin geðbiluð og veruleikafirrt? þessi maður er orðinn svo gersamlega úr takti við þjóðina að það mætti halda að hann byggi á annari plánetu. Ef þetta ástand væri í öðru landi en á íslandi þá væri búið að sparka þessum manni langt út í hafsauga. Geir Haarde er ekki nokkur maður til þess að valda því embætti sem hann er í , maðurinn er orðinn jafn hrokafullur og Davíð og hefur ekki sagt eitt einasta orð að viti allann þann tíma sem þetta astand hefur varað. Hingað til hef ég ekki tekið þessa svokölluðu auðmenn trúanlega en ég fékk talsvert álit á Björgúlfi Thor í Kompási á dögunum. Hann dró ekkert undan og vogaði sér að gagnrýna Seðlabankann og þá sem þar stjórna og fékk til baka frá þeim hroka og stæla sem átti að vera fyndið en málið er að fólki finnst Davíð Oddson bara alls ekkert fyndinn lengur og nú á hann bara að draga sig í hlé því hans stjórnmála og embættisferill er búinn og endalokin ekkert mjög glæsileg. Nú verðum við að standa saman um að leysa þessi vandamál sem við stöndum frammi fyrir og þar verða stjórnvöld einnig að sýna samstöðu, en hins vegar stöndum við líka frammi fyrir því að skipta um ráðamenn á öllum sviðum. Það tekur efalaust mörg ár fyrir ísland að ávinna sér traust annara þjóða og ekki hafa tjallarnir hjálpað til í þeim efnum og við eigum að slíta stjórnmálasambandi við þá strax og reka sendiherrann úr landi, við höfum átt í stríði við þá áður og unnið og getum vel gert það aftur, þeir buðu upp í þennan dans og so be it!

Áfram ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 347

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband