Leita í fréttum mbl.is

Sumarið á enda?

Jæja þá sér fyrir endann á þessu ágæta sumri og maður kemur svona þokkalega undan sumrinu í þetta sinn. Veðrið hefur verið með miklum ágætum hér norðan heiða og einnig var bærileg veður sunnan undir afríku í byrjun ágúst þegar við hjónin vorum þar á ferð. Kreppan er þó að ná hámarki segja spekingarnir á fjármálamarkaðnum og verður maður að trúa þeim en það voru jú þeir sem sköpuðu kreppuna og þá hljóta þeir að geta sagt okkur nákvæmlega hvenær henni lýkur. Gæsaveiðitímabilið er hafið og talsverð spenna framundan og þá sérstaklega er maður spenntur fyrir því hvort maður kemst eitthvað til veiða en það er svosem ekkert ólíklegt þar sem stóru strákarnir sem hafa leigt heilu jarðirnar eiga víst í einhverju basli með að borga leiguna af jörðunum svo að það kannski losnar eitthvað um svæði. Annars býð ég yfirleytt bændum fisk í staðinn fyrir að fá að skjóta hjá þeim enda hef ég ekki hingað til höggvið stór skörð í gæsastofninn og á ekki von á að fá beiðni um að draga úr veiðum þess vegna. Já og silfrið kom loksins frá Peking. Nú fer maður að búa sig undir veturinn og vona að hann verði okkur heillaríkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þráinn Brjánsson
Þráinn Brjánsson
Starfaði sem sjómaður og er hreint gáttaður á þessu ástandi sem við búum við

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband